Fara í efni

Ráðstefnur Markaðsstofa landshlutanna

Markaðsstofur landshlutanna halda haust ráðstefnu í samstarfi við Deloitte, þar sem farið er yfir málefni ferðaþjónustunnar á landsvísu.

Hér að neðan má nálgast upplýsingar um ráðstefnur síðustu ára


 

Ráðstefna 2019 - Ferðamaður framtíðarinnar

Markaðsstofur landshlutanna bjóða til ráðstefnu um strauma og stefnur í ferðamálum framtíðarinnar.
Ráðstefnan er haldin á Hótel Reykjavík Natura 12. september 2019 frá 13:00 til 16:00.

 • Paul Davies, forstöðumaður ferðamálarannsókna hjá markaðsráðgjafafyrirtækinu MINTEL verður gestur og aðalfyrirlesari ráðstefnunnar. MINTEL er leiðandi í ferðaþjónustu- og markaðsrannsóknum í heiminum í dag. Paul Davies er forstöðumaður rannsóknateymis fyrir ferðaþjónustu, frístundir og veitingaþjónustu. Hann hefur mikla reynslu á sviði markaðsrannsókna og víðtæka þekkingu á neytenda- og kauphegðun. Í fyrirlestri sínum mun Paul fara yfir helstu strauma og stefnur í kaup- og ferðahegðun fólks á heimsvísu, auk þess að fjalla um hvernig sú þróun hefur áhrif á ferðaþjónustu í heiminum. 

Dagskrá:

 • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála opnar ráðstefnuna
 • Paul Davies, forstöðumaður ferðamálarannsóknar hjá Mintel, Trends in Tourism
 • Inga Rós Antoníusdóttir, verkefnastjóri Ferðamálastofu Íslands, Stafræn tækifæri í íslenskri ferðaþjónustu
 • Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður, Áfangastaðurinn hjá Íslandsstofu, Áfangastaðurinn Ísland – Straumar og stefnur

 • Örerindi frá landsbyggðinni
 • Grétar Ingi Erlendsson, Nordic Green Travel, Eitt skref í einu
 • Ragnhildur Sigurðardóttir, svæðisgarðurinn Snæfellsnesi, „Fólk vill fólk - Upplýsingagjöf til ferðamanna"
 • Ráðstefnustjóri: Díana Jóhannsdóttir, forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða

Skoða upptöku frá fundinum


Ráðstefna 2017 - Ferðamaðurinn eða fjárfestingin - Hvort kemur á undan?

Markaðsstofur landshlutanna (MAS) héldu árlega ráðstefnu um málefni ferðaþjónustunnar í samstarfi við Deloitte 12. október 2017 á Grand Hótel. Hægt er að nálgast erindin og myndir frá deginum með því að ýta á hlekkina hér fyrir neðan.

 

Ávarp - Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group

Eru tækifærin á landsbyggðinni?

Nálaraugað

 • Perla á milli hrauns og jökla - Unnar Bergþórsson framkvæmdarstjóri Húsafells
 • Bakgarðurinn - Jakob Sigurðsson, eigandi Fjórhjólaævintýra í Grindavík
 • Að miðju samfélagsBjörg Árnadóttir, framkvæmdastjóri Midgard Adventure
 • Í heitu vatni Steingrímur Birgisson, forstjóri Höldur
 • Fjárfest í landsbyggðinni Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar
 • Eru óinnleyst tækifæri á landsbyggðunum? - Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar

MYNDIR FRÁ DEGINUM

 


 

Ráðstefna 2016 - 15. september - Dreifing ferðamanna - Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu á landinu öllu

Markaðsstofur landshlutanna (MAS) héldu árlega ráðstefnu um málefni ferðaþjónustunnar í samstarfi við Deloitte 15. september 2016, kl. 13.00-16.00 í Iðnó, Reykjavík

Erindin má nálgast á pdf formi hér að neðan.

Stóra myndin – ferðaþjónusta til framtíðar

Staða landshlutanna – innviðir, stefna, aðgerðir

Skoða upptökur frá fundinum