Fara í efni

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna verða haldin 16. janúar 2025

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er árleg ferðakaupstefna sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna.

Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni.

Markmið og tilgangur viðburðarins er að skapa vettvang þar sem landsbyggðarfyrirtæki fá tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismunandi landshlutar eru að bjóða uppá.

Mannamót hluti af Ferðaþjónustuvikunni

Dagarnir 14. – 16. janúar 2025 verða helgaðir ferðaþjónustu. Þá verður lögð áhersla á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustu og efla samstarf og fagmennsku í greininni með fróðlegri og skemmtilegri dagskrá undir merkjum Ferðaþjónustuvikunnar.

Aðstandendur Ferðaþjónustuvikunnar eru Markaðsstofur landshlutanna, Íslenski ferðaklasinn, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Íslandsstofa.

MANNAMÓT MARKAÐSSTOFA LANDSHLUTANNA 2025
Markaðsstofur landshlutanna, í samvinnu við Innanlandsflugvelli og Norlandair, setja upp ferðakaupstefnuna Mannamót fyrir samstarfsfyrirtæki sín 16. janúar 2025. Viðburðurinn verður haldinn í Kórnum í Kópavogi.

Upplýsingar til sýnenda      Upplýsingar til gesta

Enginn aðgangseyrir er fyrir gesti á sýninguna

Að þessu sinni sendum við einnig út boðskort til erlendra ferðaskrifstofa og hvetjum við alla þátttakendur til að bjóða sínum tengiliðum. Við gerum þó ekki ráð fyrir miklum fjölda erlendra aðila í ár en erum að láta vita að þetta sé árlegt svo hægt sé að undirbúa þátttöku fyrir næsta ár ef áhugi er á.

Samstarfsaðilar Mannamóta Markaðsstofa landshlutanna 2025

Innanlandsflugvellir sér um rekstur 12 áætlunarflugvalla og þar af þriggja alþjóðaflugvalla ásamt 35 lendingarstöðum.

Með öflugum rekstri flugvalla leggur starfsfólk Innanlandsflugvalla grunn að bættum lífsgæðum um allt land. Flugvellirnir eru mikilvægur hlekkur í samgöngukerfi þjóðarinnar og með góðum flugtengingum milli landsbyggðar og höfuðborgar er lagður grunnur að góðum samskiptum innanlands.

Innanlandsflugvellir ásamt Íslandsstofu, Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrú hafa á undanförnum tveimur árum unnið sameiginlega að því að kynna nýjar gáttir til Íslands, þ.e. Akureyrar og Egilsstaðaflugvöll. Það verkefni er að bera árangur og alls mun verða millilandaflug frá þessum tveimur flugvöllum á sex áfangastaði erlendis næstu misserin.

Frekari upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þess: www.isavia.is/innanlandsflugvellir

Tímasetningar

  • Sýningarsalur tilbúinn fyrir uppsetningu þátttakenda kl. 10:30
  • Uppsetning milli kl. 10:30-12:00
  • Opið fyrir söluaðila 12:00-14:00
  • Opið fyrir ferðaþjónustu gesti: 12:00 – 17:00
  • Lokaviðburður á Iceland Parliment Hótel - Hittumst 20:00-21:30

Gott að vita

Fjölnotamál skipta máli: Boðið verður upp á kaffi og vatn. Við hvetjum alla til þess að taka með sér fjölnotamál til þess að takmarka notkun á einnota málum.

Öll fyrirtæki í ferðaþjónustu geta tekið þátt

Fyrirtæki sem ekki eru aðilar að markaðsstofu geta haft samband við sína landshlutaskrifstofu en tengiliðaupplýsingar þeirra má finna í fætinum hér fyrir neðan.

Markaðsstofur landshlutanna hvetja öll fyrirtæki í ferðaþjónustu til að taka þátt í Mannamóti og nýta tækifærið til kynningar og sölu á sínu fyrirtæki. Þetta er einstakt tækifæri til að efla tengsl við núverandi viðskiptavini, mynda ný tengsl og ekki síður til að kynnast samstarfsaðilum um allt land.

Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, gömul og ný frá öllum landshlutum

Mannamót hefur þá sérstöðu að í sýningunni taka þátt fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, gömul og ný, frá öllum landshlutum. Uppsetningin og aðstaðan er hrá, óformleg og gefur góða mynd af sérkennum svæðanna sem hefur vakið ánægju bæði gesta og sýnenda. Markaðsstofurnar senda út þjónustukönnun eftir hverja sýningu þar sem aðilum gefst kostur á að koma skoðun sinni á framfæri og reynum við að aðlaga þjónustuna og skipulagið hverju sinni að þeim athugasemdum og tillögum sem koma fram.

Ef spurningar vakna varðandi þátttökuna hafðu þá samband við þína markaðsstofu.

Norðurland: info@nordurland.is
Vestfirðir: travel@westfjords.is
Vesturland: info@west.is 

Suðurland: info@south.is
Reykjanes: info@visitreykjanes.is
Austurland: east@east.is

Hlökkum til að eiga frábæran dag með ykkur á MANNAMÓTUM MARKAÐSSTOFA LANDSHLUTANNA 2025!
Markaðsstofur landshlutanna

SKRÁNING GESTA