Hittumst í lok Ferðaþjónustuvikunnar á Iceland Parliament Hotel og fögnum vikunni ásamt þeim áföngum sem við höfum náð saman. Auk þess eru Mannamót Markaðsstofa landshlutanna orðin 10 ára.
Dagana 16.- 18. janúar næstkomandi munu stærstu aðilarnar í stoðkerfi ferðaþjónustu koma saman og standa fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu undir merkjum Ferðaþjónustuvikunnar.
Nú er búið að opna fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 18. janúar 2024 frá klukkan 12 til 17.