Fara í efni

Bílastæði og strætó á Mannamótum

16. janúar

Það styttist í að Mannamót hefjist. Aðstæður við Kórinn eru með besta móti og fjöldi bílastæða eru í og við Kórinn. 

Á kortinu hér fyrir neðan má sjá yfirlitsmynd yfir Kórinn og bílastæðin í nágrenninu sem gestum og sýnendum stendur til boða yfir daginn. Aukabílastæði eru við reiðhöll Spretts (Samskipahöllina) og verður strætó frá SBA Norðurleið sem gengur á milli hallarinnar og Kórsins yfir daginn (kl. 10.00-17.30). SBA býður upp á ferðirnar, að kostnaðarlausu.

Gestir og sýnendur eru beðnir um að leggja ekki bifreiðum inn í hesthúsahverfi Spretts og á reiðgötum.