Dagana 16.- 18. janúar næstkomandi munu stærstu aðilarnar í stoðkerfi ferðaþjónustu koma saman og standa fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu undir merkjum Ferðaþjónustuvikunnar.
Nú er búið að opna fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 18. janúar 2024 frá klukkan 12 til 17.
Alls verða tæplega 231 sýnendur á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna í ár. Sýningunni er skipt upp eftir landsvæðum og þannig geta gestir „flakkað á milli landshluta.“
Gert er ráð fyrir að fjöldi gesta á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna verði á bilinu 600-800 og því má með sanni segja að árið 2023 byrji með krafti í ferðaþjónustu.