Mannamót Markaðsstofa landshlutanna verða haldin 15. janúar 2026
Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er árleg ferðakaupstefna sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna.
Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni.
Einungis samstarfsfyrirtæki markaðsstofanna geta tekið þátt sem sýnendur í Mannamótum. Öllum er frjálst að mæta á viðburðinn og enginn aðgangseyrir er fyrir gesti.
Markmið og tilgangur viðburðarins er að skapa vettvang þar sem landsbyggðarfyrirtæki fá tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismunandi landshlutar eru að bjóða uppá.
Mannamót hluti af Ferðaþjónustuvikunni
Dagarnir 13. – 15. janúar 2026 verða helgaðir ferðaþjónustu. Þá verður lögð áhersla á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustu og efla samstarf og fagmennsku í greininni með fróðlegri og skemmtilegri dagskrá undir merkjum Ferðaþjónustuvikunnar.
Aðstandendur Ferðaþjónustuvikunnar eru Markaðsstofur landshlutanna, Íslenski ferðaklasinn, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Íslandsstofa.
MANNAMÓT MARKAÐSSTOFA LANDSHLUTANNA 2026
Markaðsstofur landshlutanna, í samvinnu við Isavia Innanlandsflugvelli og Keflavíkurflugvöll, og Icelandair, setja upp ferðakaupstefnuna Mannamót fyrir samstarfsfyrirtæki sín 15. janúar 2026. Viðburðurinn verður haldinn í Kórnum í Kópavogi.
Upplýsingar til sýnenda Upplýsingar til gesta