Takk fyrir frábært Mannamót 2019!

Alls komu um 800 gestir á Mannamót, en það er ríflega 30% aukning frá fyrra ári og helst nokkuð í hendur við aukinn fjölda sýnenda sem voru um 270 í ár. Sem fyrr var gleðin allsráðandi og augljóst er að þessi viðburður hefur á undanförnum sex árum skipað sér sess sem einn sá allra mikilvægasti í íslenskri ferðaþjónustu.

Markaðsstofur landshlutanna þakka öllum sem komu á Mannamót og hlakka til Mannamóts 2020!

Hér að neðan má sjá myndir frá deginum.