Fara í efni

Mannamótum frestað fram í mars 2022

22. desember 2021
Fréttir

Mannamótum hefur verið frestað til 24. mars 2022, vegna breytinga á sóttvarnarreglum sem taka gildi 23. desember. Ferðakaupstefnuna stóð til að halda í janúar eins og venjan er, nánar tiltekið þann 20. janúar en í ljósi aðstæðna hefur nú verið ákveðið að fresta henni eins og áður segir.

Viðburðurinn verður því haldinn í Kórnum í Kópavogi, frá 12-17 þann 24. mars næstkomandi, og allar skráningar sýnenda munu halda sér. Þeir sem vilja gera breytingar á sinni skráningu er velkomið að gera það og er bent á að hafa samband við sína markaðsstofu.

Þeir sem hafa skráð sig sem gesti eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig að nýju, ætli þeir að mæta þann 24. mars. Smelltu hér til að skrá þig sem gest.