Mannamót fullbókað fyrir sýnendur

Öll pláss fyrir sýnendur á Mannamóti 2019 eru nú full, en 270 pláss voru í boði. Þetta er fjölgun frá fyrri árum, enda verður viðburðurinn nú haldinn í fyrsta skipti í Kórnum í Kópavogi þar sem fleiri komast fyrir. Ásóknin í plássin hefur verið mikil og góð, sem sýnir það hve mikilvægur vettvangur Mannamót er í íslenskri ferðaþjónustu.

Áhugasömum er bent á að skrá sig á biðlista fyrir laus pláss hjá þeirri markaðsstofu sem sinnir þeirra svæði og þeir sem skrá sig þar fyrstir fá fyrstir þau pláss sem mögulega verða laus.

Hér má sjá PDF skjal sem sýnir hvaða fyrirtæki eru skráð á viðburðinn.

Væntanlegir gestir eru sem fyrr beðnir um að skrá sig á viðburðinn, svo hægt verði að áætla fjölda gesta. Ekki er þó nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram til að komast inn á Mannamót, en ekkert kostar fyrir gesti að koma á sýninguna. Nánari upplýsingar fyrir gesti er að finna hér.