Bílastæði fyrir gesti á Mannamótum Markaðsstofa landslutanna
14. janúar
Eitt af því sem hefur verið áberandi í umræðu um viðburðinn eru bílastæðamál og á hverju ári höfum við reynt að bregðast við með nýjum leiðum.
Nú sem áður eru sýnendur og gestir hvattir til þess að sameinast í bíla, taka leigubíla eða almenningssamgöngur, eða leita annarra leiða til að koma ekki á bíl í Kórinn.
Í ár verður boðið upp á sömu þjónustu og í fyrra, sem eru bílastæði við Guðmundarlund skammt frá Kórnum. Þaðan verður rúta, frá SBA-Norðurleið, sem keyrir í Kórinn sem allir sýnendur og gestir geta nýtt.
Rútan keyrir á sirka korters fresti, fyrsta ferð verður kl 10:20 frá Guðmundarlundi. Rútan keyrir svo að aðalinngangi Kórsins og hleypir þar út.
.