- Um Markaðsstofur Landshlutanna -

Vesturland Vestfirðir Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið

Markaðsstofur landshlutanna (MAS) eru sex talsins, á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi og á Suðurlandi.

Hlutverk þeirra er að samræma markaðs- og kynningarmál í ferðaþjónustu, sjá um útgáfumál, móttöku blaðamanna ásamt beinni markaðssetningu og vinnu við vöruþróun í ferðaþjónustu.

Markaðsstofurnar starfa í samvinnu við fyrirtæki í greininni, ferðamálasamtök, atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og fleiri hagsmunaaðila.

Markaðsstofur landshlutanna starfa með um 900 fyrirtækjum og sveitarfélögum um allt land.

Nánari upplýsingar um hlutverk og markmið markaðstofanna.

Viðburðir Markaðsstofanna

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna

Markaðsstofur landshlutanna halda árlega ferðakaupstefnu á höfuðborgarsvæðinu, þar sem landsbyggðarfyrirtæki í ferðaþjónustu fá tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. 

Nánari upplýsingar

 

Haustráðstefnur Markaðsstofa landshlutanna

Markaðsstofur landshlutanna halda árlega ráðstefnu á haustin í samstarfi við Deloitte, þar sem farið er yfir málefni ferðaþjónustunnar á landsvísu.

Nánari upplýsingar

Fréttir