- Um Markaðsstofur Landshlutanna -

Markaðsstofur landshlutanna (MAS) eru sex talsins, á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi og á Suðurlandi.
Hlutverk þeirra er að samræma markaðs- og kynningarmál í ferðaþjónustu, sjá um útgáfumál, móttöku blaðamanna ásamt beinni markaðssetningu og vinnu við vöruþróun í ferðaþjónustu.
Markaðsstofurnar starfa í samvinnu við fyrirtæki í greininni, ferðamálasamtök, atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og fleiri hagsmunaaðila.
Markaðsstofur landshlutanna starfa með um 900 fyrirtækjum og sveitarfélögum um allt land.
Viðburðir Markaðsstofanna
Mannamót Markaðsstofa landshlutanna
Markaðsstofur landshlutanna halda árlega ferðakaupstefnu á höfuðborgarsvæðinu, þar sem landsbyggðarfyrirtæki í ferðaþjónustu fá tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu.
Haustráðstefnur Markaðsstofa landshlutanna
Markaðsstofur landshlutanna halda árlega ráðstefnu á haustin í samstarfi við Deloitte, þar sem farið er yfir málefni ferðaþjónustunnar á landsvísu.