Mannamót Markaðsstofa landshlutanna

Frá Mannamóti 2017Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er árleg ferðakaupstefna sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna.

Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni.

Markmið og tilgangur viðburðarins er að skapa vettvang þar sem landsbyggðarfyrirtæki fá tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismunandi landshlutar eru að bjóða uppá.


MYNDIR FRÁ MANNAMÓTUM

 

MANNAMÓT MARKAÐSSTOFA LANDSHLUTANNA 2024

Markaðsstofur landshlutanna, í samvinnu við flugfélagið Erni og Isavia, setja upp ferðakaupstefnuna Mannamót  fyrir samstarfsfyrirtæki sín 18. janúar 2024. Viðburðurinn verður haldinn í Kórnum í Kópavogi.

UPPLÝSINGAR TIL SÝNENDA  UPPLÝSINGAR TIL GESTA 

 

Skráning

Einungis samstarfsfyrirtæki markaðsstofanna geta tekið þátt sem sýnendur í Mannamótum 2024. Skráning verður auglýst síðar.

Eftir að skráningarfrestur er liðinn geta samstarfsfyrirtæki haft samband við sína markaðsstofu og skráð sig á biðlista eftir lausu plássi.

Öllum er frjálst að mæta á viðburðinn og enginn aðgangseyrir er fyrir gesti. Við biðjum þó þá sem ætla að koma sem gestir að skrá sig svo hægt sé að áætla fjöldann. 

Skráning verður auglýst síðar.

 

Samstarfsaðilar Mannamóta Markaðsstofa landshlutanna 2024

Flugfélagið Ernir býður upp á áætlunarflug til þriggja áfangastaða í þremur landshlutum, dagsferðir og leiguflug.

Félagið býður einng upp á hentugar flugvélar í leiguflug innanlands sem utan. Hvort sem er fyrir einstaklinga eða hópa þá er leiguflug oft hagkvæmur kostur og sparar tíma og fyrirhöfn.

Vélar okkar eru innréttaðar með þægindi farþega að leiðarljósi og bjóðum við margar stærðir véla sem henta einstaklingum eða hópum af flestum stærðum. Einnig uppfyllum við séróskir viðskiptavina varðandi fæði, ferðaáætlun og aðbúnað á áfangastað

Vélarnar okkar henta vel til flugs á Íslandi, Grænlandi, Færeyjum sem og meginlandi Evrópu. Þegar hraði og öryggi eru sett ofar öllu býður Flugfélagið Ernir hagkvæmustu þjónustuna, þegar allt er tekið með í reikninginn.

 

Isavia Innanlandsflugvellir  sér um rekstur 12 áætlunarflugvalla og þar af þriggja alþjóðaflugvalla ásamt 35 lendingarstöðum.

Með öflugum rekstri flugvalla leggur starfsfólk Innanlandsflugvalla grunn að bættum lífsgæðum um allt land.  Flugvellirnir eru mikilvægur hlekkur í samgöngukerfi þjóðarinnar og með góðum flugtengingum milli landsbyggðar og höfuðborgar er lagður grunnur að góðum samskiptum innanlands.

Isavia Innanlandsflugvellir ásamt Íslandsstofu, Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrú hafa á undanförnum tveimur árum unnið sameiginlega að því að kynna nýjar gáttir til Íslands, þ.e. Akureyrar og Egilsstaðaflugvöll. Það verkefni er að bera árangur og alls mun verða millilandaflug frá þessum tveimur flugvöllum á sex áfangastaði erlendis næstu misserin.

Frekari upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þess: www.isavia.is/innanlandsflugvellir