Mannamót Markaðsstofa landshlutanna

Frá Mannamóti 2017Mannamót Markaðsstofa Landshlutanna er árleg ferðakaupstefna sem haldinn er af Markaðsstofum landshlutanna.

Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni.

Markmið og tilgangur viðburðarins er að skapa vettvang þar sem landsbyggðarfyrirtæki fá tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismunandi landshlutar eru að bjóða uppá.

MYNDIR FRÁ MANNAMÓTUM

 

MANNAMÓT MARKAÐSSTOFA LANDSHLUTANNA 2023

Markaðsstofur landshlutanna, í samvinnu við flugfélagið Erni og Isavia, setja upp kaupstefnuna/ferðasýninguna Mannamót  fyrir samstarfsfyrirtæki sín 19. janúar 2023. Viðburðurinn verður haldinn í Kórnum í Kópavogi

UPPLÝSINGAR TIL SÝNENDA  UPPLÝSINGAR TIL GESTA 

 

Skráning

Einungis samstarfsfyrirtæki markaðsstofanna geta tekið þátt sem sýnendur í Mannamótum 2023. Nánari upplýsingar um skráningu og þátttökugjald verða veittar þegar nær dregur. 

Öllum er frjálst að mæta á viðburðinn og enginn aðgangseyrir er fyrir gesti. Við biðjum þó þá sem ætla að koma sem gestir að skrá sig svo hægt sé að áætla fjöldann. 

SKRÁNING SÝNENDA SKRÁNING GESTA