Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2022

Mannamót 2020
Mannamót 2020

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna verður haldið fimmtudaginn 20. janúar 2022 í Kórnum í Kópavogi.

Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Samstarfsfyrirtæki Markaðsstofa landslutanna taka þátt í viðburðinum.

Ísland hefur upp á mikið að bjóða og Mannamót hjálpar til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamóti gefst kostur á að kynna sér það sem mismunandi landshlutar eru að bjóða upp á, með áherslu á vetrarferðamennsku.

Skráning og frekari upplýsingar verða birtar síðar.