Fara í efni

Markaðsstofur landshlutanna

Markaðsstofur landshlutanna (MAS) eru sjö talsins, á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi, Höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi.

Kort af landshlutaskiptingu MASMarkaðstofurnar eru hver í sínum landshluta samvinnuvettvangur ríkis, sveitarfélaga, ferðaþjónustufyrirtækja og annarra hagsmunaaðila um ferðamál og þróun ferðamála landsthlutanna til framtíðar.

Markaðsstofur landshlutanna starfa með yfir 1000 fyrirtækjum og 61 sveitarfélögum. 

Hlutverk markaðsstofanna

  • Þekking og yfirsýn ferðamála landshlutans á einum stað. Fyrsti snertiflötur innan landshlutans í ferðaþjónustu.
  • Stuðla að aukinni samhæfingu og stuðningi til að efla ferðaþjónustu og auka atvinnutækifæri.
  • Leiðandi afl í markaðssetningu áfangastaðarins og þróun ferðaþjónustu í hverjum landshluta.
  • Drifkraftur þróunar ferðamála og samstarfsvettvangur í samræmi við sameiginlega sýn og stefnu landshlutans. 
  • Farvegur samstarfs til framkvæmda og stuðla að skilvirku innra samstarfi.
  • Að skapa tækifæri fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og tengda starfsemi.
  • Að vera rödd ferðaþjónustunnar á svæðinu útávið.

Verkefni markaðsstofanna

Meðal verkefna markaðsstofanna er að samræma markaðs- og kynningarmál í ferðaþjónustu, sjá um útgáfumál, móttöku blaðamanna ásamt beinni markaðssetningu og vinnu við vöruþróun í ferðaþjónustu.

  • Markaðssetning
    • Innanlands og erlendis
    • Útgáfa kynningarefnis um svæðið
    • Heimasíður og gagnagrunnur ferðaþjónustunnar
    • Samfélagsmiðlar
    • Blaðamanna- og FAM ferðir
    • Þátttaka í ferðasýningum, kaupstefnum og vinnustofum
    • Útgáfa fréttabréfa 
  • Samstarf – verkefni og vöruþróun í ferðaþjónustu
  • Námskeið – fundir – ráðstefnur
  • Gerð og eftirfylgni áfangastaðaáætlanna - DMP
  • Samstarf um upplýsingamiðlun
  • Kortlagning ferðaþjónustu á svæðinu

Verkefni MAS samstarfsins

  • Mannamót (kynningarvettvangur fyrirtækja af landsbyggðinni)
  • Haustráðstefna
  • Ferðaþjónustukönnun/fyrirtækjakönnun Deloitte

Samstarfsverkefni

  • Markaðssetning erlendis - Íslandsstofa
  • Ábyrg ferðaþjónusta - Íslenski ferðaklasinn og Festa samfélagsábyrgð
  • Áhersluverkefni vegvísis - Stjórnstöð ferðamála
  • Áfangastaðaáætlanir - Ferðamálastofa
  • Endurskoðun upplýsingaveita - Ferðamálastofa
  • Gagnagrunnur ferðamála - Ferðamálastofa
  • Öryggi og ábyrgð - Safetravel

Markaðsstofur landshlutanna - innri vefir MAS