Mannamót Markaðsstofa landshlutanna

Frá Mannamóti 2017Mannamót er árleg ferðasýning/kaupstefna sem haldinn er af Markaðsstofum landshlutanna.

Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni.

Markmið og tilgangur viðburðarins er að skapa vettvang þar sem landsbyggðarfyrirtæki fá tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismundi landshlutar eru að bjóða uppá með áherslu á vetrarferðamennsku.

MYNDIR FRÁ MANNAMÓTUM

 

 

MANNAMÓT 2018

Markaðsstofur landshlutanna setja upp vinnufundinn Mannamót í Reykjavík fyrir samstarfsfyrirtæki sín 18. janúar 2018 í Reykjavík. Viðburðurinn verður haldinn í flugskýli flugfélagsins Ernis við Reykjavíkurflugvöll.

Uppfært 03.01.2018 - Pláss fyrir sýningaraðila á Mannamót eru fullbókuð en yfir 200 ferðaþjónustuaðilar eru nú þegar skráðir. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku en eru ekki skráðir nú þegar er bent að hafa samband beint við markaðsstofuna í sínum landshluta.

UPPLÝSINGAR TIL SÝNENDA  UPPLÝSINGAR TIL GESTA