Upplýsingar til gesta

Verið velkomin á Mannamót 2017!

Mannamót er stefnumót fagaðila í ferðaþjónustu á Íslandi.

Markaðsstofur landshlutanna setja upp vinnufundinn MANNAMÓT í Reykjavík fyrir samstarfsfyrirtæki sín fimmtudaginn 19. janúar 2017 kl. 12:00 – 17:00 í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli.

Mannmót markaðsstofanna er hugsað sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru víðs vegar um landið. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda og efla tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismundi landshlutar eru að bjóða uppá með áherslu á vetrarferðaþjónustu.

Ef þú tengist ferðaþjónustu eða ert hluti af eftirfarandi netverki, þá bjóðum við þig hjartanlega velkomin/n

  • Starfsfólk ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda
  • Starfsfólk upplýsinga- og bókunarmiðstöðva
  • Leiðsögumenn
  • Nemendur í leiðsögunámi og ferðamálafræðum ásamt kennurum í ferðamálagreinum
  • Starfsfólki í þjónustuverum flugfélaga
  • Sölu- og kynningarfólki flugfélaga
  • Starfsfólki í mótttökum hótela og gistihúsa
  • Fjölmiðlum
  • Opinberum stofnunum:  Íslandsstofa, Ferðamálastofa, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Innanríkisráðuneytið, Samgöngustofu, Isavia, ofl.

Enginn aðgangseyrir er fyrir gesti á sýninguna en gott er þó að skrá sig, svo að við getum metið mætingu og verið tilbúin að taka á móti ykkur. Skrá gest.

Staðsetning og bílastæði

Mannamót 2017 verða haldin í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli (sjá kort neðst á síðunni). Athugið að vegna takmörkunar á bílastæðum við flugskýli Ernis, verður gestum boðið að leggja bílum sínum við Perluna og verður boðið uppá skutlu sem keyrir milli neðra bílastæðis Perlunnar og flugskýlisins. 

Mynd sem sýnir staðsetningu neðra bílastæðis við Perluna og leiðina að flugskýli Ernis:

Bílastæði við perluna

Tímaáætlun bílastæðaferða

Tímaáætlun 19. janúar 2017

Frá Perlunni fer fyrsta ferð kl: 10:20, skutlan fer síðan á 20 mín fresti til 18:00
Frá flugskýli Ernis fer fyrsta ferð kl: 10:30, skutlan fer síðan þaðan á 20 mín fresti til 17:50. 

Hópferðir Sævars sjá um akstur til og frá sýningarsvæði. Frítt er í skutluna.  Tímatöflu á pdf formi má finna hér

 

Flybus South býður stærri vinnustöðum uppá sætaferðir á Mannamót!

Kynnisferðir/Reykjavík Excursions munu bjóða þeim fyrirtækjum sem ætla senda 15 eða fleiri starfsmenn á Mannamót að sækja og skutla starfsmönnum til og frá á sýninguna. Ef þið viljið nýta ykkur þessa þjónustu sendið þá tölvupóst með nafni fyrirtækis, heimilisfangi og fjölda starfsmanna á netfangið thorsteinn@south.is fyrir 13. janúar nk. Nánari upplýsingar um tímasetningar og skipulag á sætaferðunum mun vera kynnt þegar fjöldi þátttakenda liggur fyrir.

 

Markaðsstofur landshlutanna hvetja öll fyrirtæki í ferðaþjónustu til að taka þátt í Mannamóti og nýta tækifærið til kynningar og sölu á sínu fyrirtæki. Þetta er einstakt tækifæri til að efla tengsl við núverandi viðskiptavini, mynda ný tengsl og ekki síður til að kynnast samstarfsaðilum um allt land.

Mannamót hefur þá sérstöðu að í sýningunni taka þátt fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, gömul og ný, frá öllum landshlutum. Uppsetningin og aðstaðan er hrá, óformleg og gefur góða mynd af sérkennum svæðanna sem hefur vakið ánægju bæði gesta og sýnenda. Markaðsstofurnar senda út þjónustukönnun eftir hverja sýningu þar sem aðilum gefst kostur á að koma skoðun sinni á framfæri og reynum við að aðlaga þjónustuna og skipulagið hverju sinni að þeim athugasemdum og tillögum sem koma fram.

Finna má lista yfir skráða sýnendur hér

 

Hlökkum til að eiga frábæran dag með ykkur á MANNAMÓTUM 2017!

Markaðsstofur landshlutanna

 

Staðsetning


View Larger Map

 

SKRÁ GEST