- Um Markaðsstofur Landshluta -

Vesturland Vestfirðir Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið

Hvað eru markaðsstofurnar?


Markaðsstofur landshlutanna (MAS) eru sex talsins, á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi og á Suðurlandi.

Hlutverk þeirra er að samræma markaðs- og kynningarmál í ferðaþjónustu, sjá um útgáfumál, móttöku blaðamanna ásamt beinni markaðssetningu og vinnu við vöruþróun í ferðaþjónustu.

Markaðsstofurnar starfa í samvinnu við fyrirtæki í greininni, ferðamálasamtök, atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og fleiri hagsmunaaðila.

Markaðsstofur landshlutanna starfa með 780 fyrirtækjum og 65 sveitarfélögum.
Markaðsstofurnar eru reknar í nánum tengslum við upplýsingamiðstöðvar.

Viðburðir Markaðsstofanna

Mannamót 18. janúar 2018 

Markaðsstofur landshlutanna setja upp vinnufundinn Mannamót í Reykjavík fyrir samstarfsfyrirtæki sín 18. janúar 2018 í Reykjavík.

Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á Höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismundi landshlutar eru að bjóða uppá með áherslu á vetrarferðamennsku.


Upplýsingar til sýnenda  Upplýsingar til gesta 

MYNDIR FRÁ MANNAMÓTUM Skráning gesta 2018

 

 Haustráðstefna 2016

Dreifing ferðamanna - Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu á landinu öllu

Markaðsstofur landshlutanna (MAS) halda árlega ráðstefnu um málefni ferðaþjónustunnar í samstarfi við Deloitte

15. september 2016, kl. 13.00-16.00 í Iðnó, Reykjavík

Ráðstefnan var tekin upp og sett á netið.

 Dagskrá og erindi